Eyþór greinir rekstrarvanda RÚV

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds. mbl.is/Kristinn

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem ætlað er að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007.

Fram kemur í tilkynningu, að markmiðið sé að sú skoðun varpi ljósi á ástæður þess alvarlega rekstarvanda sem Ríkisútvarpið glími nú við.

Eyþór Arnalds er formaður starfshópsins. Aðrir í hópnum eru þau Guðrún Ögmundsdóttir, starfsmaður í fjármálaráðuneytinu og Svanbjörn Thoroddsen ráðgjafi.

Þess er vænst að starfshópurinn skili niðurstöðum hið fyrsta og eigi síðar en 26. júní 2015.

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka