Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í verðsamráðsmáli gegn starfsmönnum þriggja byggingavöruverslana til Hæstaréttar. Tólf starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingaverslunar voru ákærðir í málinu en allir voru saknaðir fyrir utan einn.
Sérstakur saksóknari gaf út ákæru í málinu í maí í fyrra en fyrirtækin þrjú voru grunuð um að hafa með sér verðsamráð. Dómur var kveðinn upp í héraði í apríl en fyrrverandi framkvæmdastjóri byggingasviðs Byko var sá eini sem var sakfelldur. Hann var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.
Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem móðurfélagi Byko, Norvik, er gert að greiða 650 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Byko hefur kært ákvörðun eftirlitsins sem það segir í beinni andstöðu við dóm héraðsdóms.
Uppfært: Ákæruvaldið undi dómi héraðsdóms í máli tveggja sakborninganna, annars vegar eins starfsmanns Húsasmiðjunnar og hins vegar starfsmanns Úlfsins.