Tvöföldun í bílainnflutningi frá 2013

Að verðmæti til hefur átt sér stað tvöföldun í bílainnflutningi …
Að verðmæti til hefur átt sér stað tvöföldun í bílainnflutningi frá 2013.

Verðmæti innfluttra bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins var rúmlega 8,3 milljarðar króna og jókst um tæp 38% milli ára.

Þetta er tvöfalt meiri innflutningur í krónum talið en sömu mánuði árið 2013. Það er til marks um efnahagsbatann að verðmæti innflutningsins hefur ríflega fimmfaldast frá 2010, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Mikil stígandi í sölu nýrra bíla til bílaleiga á stóran þátt í þessari aukningu síðustu árin. Þessi vöxtur er í samræmi við væntingar bílasala um áframhaldandi söluaukningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert