BHM boðar til fundar í hádeginu

Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara.
Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara. Ómar Óskarsson

Bandalag háskólamanna hefur boðað til fundar með félagsmönnum í hádeginu. Þar verður farið yfir það tilboð sem liggur fyrir frá ríkinu og yfir stöðu mála í kjaradeilunni. 

Nú hafa verkföll BHM staðið yfir í rúmar sex vikur. „Viðbrögð samninganefndar ríkisins valda ítrekað vonbrigðum og nú spyrjum við okkur hvar við stöndum og hver samningsréttur háskólamanna hjá ríki er,“ segir í tilkynningu frá BHM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert