Fjórtán urðunarstöðum fyrir úrgang hefur verið lokað á undanförnum fjórum árum

Úrgangur urðaöur á athafnasvæði Sorpu í Álfsnesi.
Úrgangur urðaöur á athafnasvæði Sorpu í Álfsnesi. mbl.is/Styrmir Kári

Húnaþing vestra hefur nú lokað urðunarstað sínum að Syðri–Kárastöðum og þannig bæst í hóp fjölmargra sveitarfélaga sem hafa stigið það skref.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að frá árinu 2012 hefur 14 urðunarstöðum verið lokað, sem þýðir að urðunarstöðum á Íslandi hefur fækkað um tæp 40% á fjögurra ára tímabili.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir, að aukin endurvinnsla úrgangs og samdráttur í urðun séu lykilþættir í þessari þróun en kröfur um mengunarvarnir sem urðunarstaðir þurfa að uppfylla hafi einnig áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert