Útkall vegna köfunarslyss í Silfru

Þyrla Gæslunnar fór á vettvang. Myndin er úr safni.
Þyrla Gæslunnar fór á vettvang. Myndin er úr safni. mblis/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna slyss sem varð á Þingvöllum. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir fóru einnig á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi varð köfunarslys í Silfru á öðrum tímanum í dag. Erlendur kafari slasaðist og var hann með meðvitund þegar neyðaraðstoð barst. Nánari upplýsingar um líðan hans eða tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hann verður fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Lögregla og sjúkralið er ávallt með mikinn viðbúnað þegar köfunarslys eiga sér stað í Silfru, en þá fer lögregla og sjúkralið frá Selfossi á vettvang auk kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá er óskað eftir aðstoð þyrlu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert