Moskunni í Feneyjum lokað

Moska í Feneyjum. Verk svissneska listamannsins. Moskunni hefur nú verið …
Moska í Feneyjum. Verk svissneska listamannsins. Moskunni hefur nú verið lokað. Ljósmynd/Guðmundur Oddur Magnússon

Lögreglan hefur lokað ís­lenska skál­an­um á Fen­eyj­artví­ær­ingn­um. Um er að ræða listaverk sviss­neska listamannsins Christoph Büchel. Verkið heitir Moskan.

Inn­setn­ing Büchels geng­ur út á að gam­alli aflagðri kaþólskri kirkju var breytt í mosku tíma­bundið. Verkið er fram­lag Íslands á mynd­list­ar­mess­unni í ár. 

Samkvæmt heimildum mbl.is var skálanum lokað fyrir gestum skömmu eftir opnun í morgun. Hafði lögreglan þær skýringar að ekki hefði verið farið eftir tilsettum reglum varðandi rekstur skálans. Aðstandendur hans og borgaryfirvöld í Feneyjum greinir á um hvort um raunverulega mosku eða myndlistarsýningu sé að ræða.

Aðstandendur íslenska skálans hafa fengið 60 daga til að vinna að úrbótum og til að áfrýja málinu. Yfirlýsingar er að vænta vegna málsins.

Ljósmyndir á vef blaðsins Corriere del Veneto

Opið bréf Bjargar Stefánsdóttur, forstöðumanns Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Frétt mbl.is: Fengu ekki leyfi frá kirkjunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert