„Þetta er sundraður hópur“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„En það verður að segjast eins og er að þetta er sundraður hópur sem við erum að tala við og það er engin ein lína, engin ákveðin krafa, um tiltekin mál sem gætu komið til hjálpar. Við þær aðstæður er ekki hægt að benda á ríkið.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og átti við viðsemjendur ríkisins í kjaraviðræðunum. Hann sagði jafnframt ekki rétt að saminganefnd ríkisins væri umboðslaus.

„Við höfum verið að verki og við samningaborðið. Við höfum lagt fram margar hugmyndir í viðræðum við þau félög sem við erum í beinum aðildarviðræðum við. Það dugar ekki fyrir menn að segja: „Tja, þetta er ekki nóg“ og þá er ríkið ekkert að gera.

Við erum líka í óbeinum viðræðum, það er að segja að þreifa fyrir okkur með það hvaða aðkoma ríkisstjórnarinnar gæti orðið til þess að liðka fyrir gerð almennra samninga, heildstæðs samkomulags,“ sagði Bjarni.

Fundi BHM og rík­is­ins lauk síðdegis í dag og sagði Páll Hall­dórs­son, formaður samninganefnd­ar BHM, að til­laga rík­is­ins á fund­in­um væri skref fram á við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert