Útför Halldórs á fimmtudag

Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson Eyþór Árnason

Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi fimmtudag 28. maí kl. 13. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Hall­dór lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans 18. maí, 67 ára að aldri.

Hall­dór fékk al­var­legt hjarta­áfall í sum­ar­bú­stað sín­um í Gríms­nesi sl. föstu­dag og var í kjöl­farið flutt­ur á Land­spít­al­ann.

Blóm og kransar eru afþakkaðir.

Á skrif­stofu Fram­sókn­ar­flokks­ins ligg­ur frammi minn­ing­ar­bók þar sem þeir sem vilja heiðra minn­ingu Hall­dór Ásgríms­son­ar geta ritað nafn sitt.

Hægt verður að koma við á skrif­stofu Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag, föstu­dag frá kl. 10:00-16:00, og á þriðju­dag og miðviku­dag í næstu viku á sama tíma.

Frétt mbl.is: Halldór Ásgrímsson látinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert