Fordæmalaust ástand

Hjúkrunarfræðingur að störfum á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingur að störfum á Landspítala. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fordæmalaust ástand skapast í heilbrigðiskerfinu fari hjúkrunarfræðingar í verkfall nk. miðvikudag, að því er Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í pistli í gær.

Spítalinn er enn að glíma við afleiðingar verkfalla lækna í vetur auk þess sem fjögur félög BHM höfðu verið í verkfalli á Landspítalanum í 45 daga. Búið er að fresta 54.500 blóðtökum vegna verkfalla BHM, blóðsýni hafa skemmst, 6.100 myndgreiningarrannsóknum hefur verið frestað, 370 skurðaðgerðum og 1.700 komum á dag- og göngudeildir.

Hjúkrunarfræðingar eru þriðjungur starfsmanna spítalans. Verkfall þeirra mun valda gríðarlegri röskun. T.d. þarf að loka a.m.k. 100 legurúmum frá byrjun verkfalls auk lokunar margra dag- og göngudeilda. Páll biðlar til deiluaðila að ná samningum því líf og limir liggi við, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið á spítulunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert