Töluverð umferð var úr borginni í gær

Margir brugðu sér í ferðalag síðdegis í gær.
Margir brugðu sér í ferðalag síðdegis í gær. mbl.is/Golli

Hvítasunnuhelgin er fyrsta langa helgi sumarsins og hefur oft verið fyrsta stóra ferðahelgin. Töluverð umferð var úr höfuðborginni síðdegis í gær.

Þannig stökk umferðin um Sandskeið yfir 200 bíla á 10 mínútum rétt fyrir klukkan 18.00. Undir Hafnarfjalli kom toppur rétt eftir klukkan 18.00 þegar umferðarþunginn náði um 140 bílum á 10 mínútum, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar.

Vegfarandi sem var á leið til Reykjavíkur frá Vesturlandi síðdegis í gær sagði að umferðin frá borginni hefði verið mun þyngri en til borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert