Enginn fundur boðaður

Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu SGS.
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu SGS. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það hefur ekki verið boðaður neinn fundur og engar viðræður átt sér stað,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Engar óformlegar viðræður hafa heldur átt sér stað. Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall Starfsgreinasambandsins 28. og 29. maí. 

Björn sagði sitt fólk í biðstöðu. „Menn bara bíða eftir því hvort eitthvað verður gert eftir helgina. Núna siglir bara í verkfall 28. og 29. maí. Það er bara þannig. Menn ætluðu að stokka upp spilin og skoða útlitið en það hefur ekki verið gert, allavega ekki gagnvart okkur. Við bíðum bara eftir því að verða kallaðir til fundar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert