Nýr fundur hjá hjúkrunarfræðingum

Hjúkrunarfræðingur að störfum á Landspítala.
Hjúkrunarfræðingur að störfum á Landspítala. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Boðað hefur verið til fundar á morgun í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins og fer hann fram klukkan þrjú. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við mbl.is að lítið sé um málið að segja að svo stöddu. „En meðan menn ræða saman þá er von,“ segir Ólafur.

Í viðtali við mbl.is í gær sagðist Ólafur vera svartsýnn á framhaldið, en þá hafði ekki verið boðað til fundarins. Verkfall hefst á miðvikudaginn ef ekki semst, en 500 hjúkrunarfræðingar verða á undanþágulista. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgeir Rúnar Helgason: Bull
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert