Stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu

Landsmenn mega eiga von á ágætis veðri, þó eilítið hvössu, í dag. Veðurstofan spáir vestlægri átt, víða 3-10 m/s og smáskúrum í dag, en bjartviðri verður suðaustanlands.

Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Á morgun er gert ráð fyrir súld eða rigningu vestantil, annars þurrt.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð vestan 5-8 m/s og stöku skúrum, þó hægari vindi í kvöld. Á morgun verður suðvestan 5-10 m/s og fer þá að rigna. Hiti verður á bilinu fimm til átta stig.

Fylgjast má með spánni á veðurvef mbl.is

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag: Hæg breytileg átt og þurrt, en suðlæg átt 5-10 og fer að rigna á vestanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig. 

Á þriðjudag: Vestan 5-10 m/s og skúrir, einkum vestantil á landinu. Hiti 3 til 10 stig, mildast SA-lands. 

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðanátt og rigning með köflum, jafnvel slydda fyrir norðan, en stöku skúrir S-lands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. 

Á föstudag og laugardag: Norðaustlæg átt, víða skúrir og svalt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert