Vélarvana skúta við Hvalfjörð

Frá Hvalfirði.
Frá Hvalfirði. mbl.is/Golli

Stór skúta varð vélarvana við minni Hvalfjarðar í dag á öðrum tímanum, en björgunarbátar frá Reykjavík og Seltjarnarnesi voru kallaðir út vegna málsins. Engir aðrir bátar voru nálægir vegna Hvítasunnunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var ekki um mikla hættu að ræða, en ákveðið að senda björgunarsveitir á staðinn vegna nálægðar við ströndina.

Sex einstaklingar voru um borð í skútunni, en hún er 20 tonna og 13 metrar á lengd. Skipverjar prófuðu að setja upp segl á skútunni og losnaði þá um stýrið sem hafði verið fast, en einnig var talið að vélin væri í ólagi. Skútan sigldi svo til Reykjavíkur og var komin þangað kringum fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert