Yfir 4.200 boðað komu sína á mótmæli

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næsta þriðjudag klukkan 17. Yfir 4.200 manns hafa nú þegar boðað komu sína á Facebook.

Fram kemur á facebookviðburði mótmælanna undir yfirskriftinni „Bylting! Uppreisn!“ að almenningur sjái sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum. Hún sé að valda „varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina“.

„Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur, komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þá lykla sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert