23 útskrifuðust frá Húsavík

Útskriftarhópurinn stillti sér upp fyrir myndatöku.
Útskriftarhópurinn stillti sér upp fyrir myndatöku. Mynd/Framhaldsskólinn á Húsavík

Fram­halds­skól­an­um á Húsa­vík var slitið við hátíðlega at­höfn í Húsa­vík­ur­kirkju laug­ar­dag­inn 23. maí að viðstöddu fjöl­menni. Þar voru brautskráðir 23 nemendur, 20 af stúdentsbrautum og 3 af starfsbraut.

Með hæstu ein­kunn á stúd­ents­prófi, eða 9,07, var Ólöf Traustadóttir og hlaut hún viðkenningar fyrir íslensku, ensku, félags- og raungreinar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert