Bifreið alelda á Geirsnefi

Reykurinn frá bifreiðinni sást greinilega frá Miklubraut.
Reykurinn frá bifreiðinni sást greinilega frá Miklubraut. mbl.is/Jón Pétur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds sem logaði í fólksbifreið á Geirsnefi í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. Það skíðlogaði í bifreiðinni og svartur reykur sást stíga til himins.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins sakaði engan, en tvær stöðvar voru sendar á vettvang. Hann segir að eigandi bifreiðarinnar hafi fundið reykjarlykt og því ákveðið að stöðva bifreiðina þar sem hann var staddur en ekki leið á löngu þar til eldurinn kviknaði. 

Eldsupptök eru ókunn. Lögregla fór einnig á vettvang og er málið nú í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert