Mikil ánægja með frumsýningu Hrúta

Leikarar og aðstandendur Hrúta. Jón Benonýsson, sá heimamanna sem fer …
Leikarar og aðstandendur Hrúta. Jón Benonýsson, sá heimamanna sem fer með stærst hlutverk í myndinni, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja á Mýri, Theódór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Sigurður Sigurjónsson og Grímar Jónsson framleiðandi. Skapti Hallgrímsson

Í kvöld var haldin Íslandsfrumsýning á myndinni Hrútum, en hún vann um helgina til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Frumsýningin var á heimaslóðum, en myndin var tekin upp í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu og var myndin sýnd í Laugabíói á Laugum í Reykjadal.

Sýningarhúsið var troðfullt en um 130 manns mættu til sýningarinnar. Blaðamaður Morgunblaðsins, Skapti Hallgrímsson, var á staðnum og sagði hann að áhorfendur hefðu fagnað myndinni ákaft. Klappað var og húrrahróp heyrðust lengi eftir að myndin kláraðist að hans sögn og ljóst að heimamenn voru ekki síður ánægðir en sérfræðingarnir í Cannes sem verðlaunuðu myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert