Þveröfug áhrif húsaleigufrumvarps

Í umsögninni er frumvarpið sagt skila þveröfugri niðurstöðu heldur en …
Í umsögninni er frumvarpið sagt skila þveröfugri niðurstöðu heldur en markmið þess er. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tekjuhá heimili myndu fá hlutfallslega meira út úr nýju húsnæðisbótakerfi félagsmálaráðuneytisins heldur en tekjulægri heimili, gangi það eftir. Þetta er í andstöðu við markmið frumvarpsins sem var hugsað sem aukinn stuðningur við efnalitla. Þetta segir í umsögn fjármálaráðuneytisins, en Rúv fjallar um málið. 

Hugmynd frumvarpsins er að í stað húsaleigubóta komi húsnæðisbætur og að það komi sem aukinn stuðningur við efnaminni leigjendur. Kostnaður vegna frumvarpsins er samkvæmt umsögninni 6,6 milljarðar, en það er um tveimur milljörðum meira en gert var ráð fyrir í forsendum fjármálaráðuneytisins.

Í frétt Rúv segir að í umsögninni komi fram að útkoma frumvarpsins sé þvert á markmið þess og að það myndi leiða til hærra leiguverðs, leigusölum í hag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert