Drengir mega heita Líam

Nú mega drengir bera nafnið Líam.
Nú mega drengir bera nafnið Líam. Styrmir Kári

Mannanafnanefnd hefur fært karlmannsnafnið Líam á mannanafnaskrá. Erindið barst nefndinni þann 15. apríl sl. og var úrskurðurinn kveðinn upp þan 24. apríl sl. Hann var aftur á móti ekki birtur fyrr en í dag.

Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli og teljist einnig að öðru leyti uppfylla ákveði laga um mannanöfn.

Líkt og mbl.is greindi nýlega frá hafnaði nefndin því að skrá kven­manns­nöfn­in Prins­essa og Gail í manna­nafna­skrá en samþykkt nafnið Tí­al­ilja. Karl­manns­nöfn­in Kvas­ir og Góði voru samþykkt en nafn­inu Et­h­an var hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert