Krapi á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði mbl.is/Gúna

Vegir eru greiðfærir um mestallt land en krapi er á Holtavörðuheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Veðurspá fyrir næsta sólarhring: Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir, en þurrt að mestu A-lands. Norðlægari NV-til eftir hádegi með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Norðan 8-13 V-til á morgun, en annars hægari og víða skúrir og jafn vel slydduél NV-til. Hiti 1 til 10 stig, svalast NV-til.

„Unnið verður að fræsingu á Hringbraut (út úr hringtorgi við Eiðisgranda/ Ánanaust) í dag, þriðjudaginn 26.maí og verður Hringbraut lokuð á meðan framkvæmdum stendur. Lokað verður á milli Hringtorgs við Eiðisgranda og framyfir gatnamót Víðimels. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli 9:00 og 14:00.

Einnig verður unnið við fræsingu á Breiðholtsbraut, milli Suðurlandsvegar og Jaðarsels í dag, þriðjudaginn 26.maí. Breiðholtsbraut (ein akrein) verður lokuð að hluta meðan á framkvæmdum stendur. Lokað verður fyrir alla umferð út úr hringtorgi við Rauðavatn inná Breiðholtsbraut. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli 9:00 og 15:00,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert