SGS hefur ekki frestað verkfalli

Fundað verður í kjaradeilu SGS á morgun.
Fundað verður í kjaradeilu SGS á morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu daga og er ekki hluti af því ferli sem varð til þess að Flóabandalagið, VR, LÍF og StéttVest ákváðu að fresta verkfalli sínu um fimm daga í gær. Fundað verður í deilunni á morgun.

Þetta kemur fram í frétt á vef SGS. Þar kemur jafnframt fram að SGS hefur ekki tekið ákvörðun um að fresta verkfalli sem fyrirhugað er 28. og 29. maí né ótímabundnu verkfalli þann 6. júní.

„Viðræður eru alltaf tvíhliða og á meðan við höfum ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þá er staðan óbreytt hvað varðar þau 15 aðildarfélög sem Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir,“ segir í fréttinni. Þar kemur einnig fram að boðað hafi verð til samningafundar með Samtökum atvinnulífsins á morgun, miðvikudag, í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Um 10.000 manns taka þátt í verkfallsaðgerðum SGS sem ná til launafólks á almennum vinnumarkaði á landsbyggðinni. 

Meira en 10.000 manns taka þátt í verkfallsaðgerðum SGS.
Meira en 10.000 manns taka þátt í verkfallsaðgerðum SGS.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert