Verkfall hefur áhrif á dreifingu pósts

Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa ekki frestað verkfalli og því mun engin ferð með póst vera farin með Austurbílnum (pnr 870-880 og 700-780) aðfaranótt 28. og 29. maí.

Póstbíllinn mun leggja af stað með póstinn austur á sunnudagskvöldinu 31. maí til að póstur verði kominn tímanlega fyrir dreifingu 1. júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá Póstinum.

Þá segir, að allur póstur sem sé póstlagður eftir kl. 16:30 í dag berist því ekki viðtakanda fyrr en mánudaginn 1. júní.

Verkfall hefur ekki áhrif á Norðurleiðina né yfir á Vestfirði, Snæfellsnes, Suðurnes og Suðurlandið (pnr 800-860).

Aðrar dagsetningar verða tilkynntar síðar ef þörf krefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert