Ferðamenn í villum vestur af Öskju

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitirnar Þingey og Stefán á Mývatni hafa verið kallaðar út til að leita tveggja manna sem eru í villum vestan við Öskju. Lögðu þeir af stað í göngu frá Strengjabrekku um helgina og hugðust ganga að Svartárvatni, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Nú síðdegis höfðu þeir samband við Neyðarlínu og sögðust villtir og með bilað GPS tæki. Gátu þeir ekki gefið miklar upplýsingar um staðsetningu sína aðrar en þær að þeir teldu sig hafa gengið um þrjátíu kílómetra og vera stadda nálægt á. Veður er vont á svæðinu og svartaþoka en ekkert amar að mönnunum, þeir eru vel búnir og með tjald.

Björgunarsveitir eru nú að fara af stað í Svartárdal á bíl og fjórhjólum og að Strengjabrekku á fjórhjólum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert