Elín ósátt við eggjakastið

mbl.is/Ómar

„Mótmæli eru hluti að lýðræðinu og styð það að kjósendur mótmæli því sem þeim mislíkar hjá stjórnvöldum en það verður að gera af yfirvegun og málefnalega; skemmdarverk og ofbeldi eiga alls ekki heima í þessu samhengi.“

Þetta segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu mótmælin á Austurvelli í gær þar sem eggjum hafi meðal annars verið kastað í glugga og veggi Alþingishússins. Birtir hún mynd af húsinu frá því í morgun þar sem unnið var að því að þrífa það.

„Eggjum var kastað í glugga og veggi hússins, en mótmælin í gær voru því miður ekki til fyrirmyndar, eins og oftast áður nú í seinni tíð.“

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert