Fjallar um dauðann eftir endurlífgun

Þegar Þorvaldur Sigurbjörn Helgason var 15 ára hætti hjarta hans að slá í nokkrar mínútur þegar hann var í skólanum en skjót viðbrögð urðu honum til lífs Nú er hann að útskrifast sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands og nýtir reynsluna í útskriftarverk sitt: Handan, en dauðinn hefur verið honum hugleikinn.

Verk Þorvaldar er svokallað þátttökuleikhús og áhorfendur mæta niður á Landakotsspítala en koma einnig við í Hólavallakirkjugarði og eru að lokum keyrðir í líkbíl í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu.

mbl.is spjallaði við Þorvald í kirkjugarðinum.  

Verkið fer fram á milli kl. 16:00 og 20:00 frá mánudeginum 25. maí til föstudagsins 29. maí. Áhorfendum eru úthlutaðar tímasetningar við miðapöntun.

Hægt er að kynna sér verk fleiri útskriftarnema hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert