Kviknaði í Menntaskólanum við Sund

Menntaskólinn við Sund.
Menntaskólinn við Sund. Ómar Óskarsson

Tilkynnt var um eld í Menntaskólanum við Sund rétt fyrir 11 í kvöld, en kviknað hafði í nýbyggingu skólans. Bílar frá fjórum stöðvum voru sendir á vettvang. Mikill reykur var á staðnum, en greiðlega gekk að slökkva. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði  leit málið illa út í byrjun, en kviknað hafði í tjörupappír og bárust margar hringingar frá nágrönnum. Þegar slökkvilið kom á staðinn var aftur á móti mestur eldur búinn.

Aðsend mynd/Benjamin Hinriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert