Settu X í stað launahækkana

Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara.
Samninganefnd BHM hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Ómar

„Þeir drógu tilboðið til baka með þeim hætti að þeir lögðu fram nýtt tilboð en í staðinn fyrir launhækkanir með dagsetningum voru komin X í staðinn. Það jafngildir því að þeir hafa dregið fyrra tilboðið til baka án þess að koma með nýtt í staðinn.“

Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM aðspurður um fregnir þess efnis að að samn­inga­nefnd rík­is­ins hafi dregið til baka fyrra til­boð sitt um launa­breyt­ing­ar. 

„Það var því ekki til neins að sitja yfir þessu áfram hjá ríkissáttasemjara. Hann þarf bara að meta það hvenær boða eigi til næsta fundar,“ segir Páll.

Aðspurður hvort hann geri sér grein fyrir hvort það verði í vikunni eða um helgina segir Páll ómögulegt að segja til um það. „Í þessum málum er tíminn eitthvað sem maður getur aldrei spáð fyrir um.“

Í tilkynningu sem barst frá BHM fyrr í dag er það kallað „furðuleg staða“ að eftir átta vikna verkfall liggi ekki tilboð um launahækkanir á borðinu. Páll tekur undir það.

„Þetta er afar sérstakt og kom okkur verulega á óvart. Það hefði ekki komið okkur á óvart, miðað við gang mála, að fá tilboð sem við erum ekki sátt við, það er eitt. En það að það séu engar tölur í boði, það kom okkur verulega á óvart.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert