Ástands mannsins enn alvarlegt

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd/Lögreglan á Vesturlandi

Ástand bifhjólamannsins sem lenti í umferðarslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði síðdegis á mánudag er enn alvarlegt og er honum haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu Landspítalans.

Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var á ferð á bifhjóli eftir holóttum malarvegi í Hvítársíðu þegar hann missti stjórn á ökutækinu.

Unn­usta manns­ins var farþegi á hjól­inu og slapp hún án telj­andi meiðsla. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð á vett­vang á fimmta tím­an­um í gær en þá hafði maður­inn verið end­ur­lífgaður á vett­vangi.

Tölu­verð lausa­möl var á mal­ar­veg­in­um og einnig svo­kölluð „þvotta­bretti“ sem geta verið vara­söm, líkt og kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Fréttir mbl.is um málið: 

Bifhjólamaðurinn erlendur ferðamaður

Haldið sof­andi í önd­un­ar­vél

Al­var­legt slys í Borg­ar­f­irði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert