Vegfarendur sýni aðgát

Veturinn er ekki alveg búinn að segja sitt síðasta á …
Veturinn er ekki alveg búinn að segja sitt síðasta á sumum fjallvegum. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Vakin er athygli á því að víða er vetrarfærð á fjallvegum á Vestfjörðum og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni

Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi og að mestu á Vesturlandi en hálkublettir eru á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka er á  Steingrímsfjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Klettshálsi. Hálka er einnig á Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Dynjandisheiði. Á Ströndum er þungfært frá Bjarnarfirði og norður í Reykjarfjörð og krapi þaðan og í Gjögur. Einnig er krapi á Bjarnarfjarðarhálsi.

Það er að mestu greiðfært á Norðurlandi en þó eru hálkublettir og él á Þverárfjalli.

Greiðfært er á Austurlandi og Suðausturlandi.

Hálendisvegir eru flestir lokaðir vegna hættu á skemmdum bæði á vegum og náttúru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert