Bilanir orsökuðu seinkun

Icelandair
Icelandair

Bilun varð í tveimur vélum Icelandair í fyrradag og í gær sem seinkaði þeim nokkuð. Þetta hafði keðjuverkandi áhrif á nokkur önnur flug síðustu tvo daga, en nú er búið að vinna upp seinkunina og allar ferðir í dag eiga að vera á réttum tíma.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að fyrir tveimur dögum hafi vél bilað í Orlando og finna þurfti farþegum gistingu á hóteli í framhaldinu. Í gær varð svo önnur bilun í nokkrar klukkustundir á vél sem var að fara til Parísar.

Hann segir að á þessum tíma sé félagið að vinna sig upp í sumaráætlun og því sé allt á fullu. Dagskráin er því nokkuð stíf og lítið má út af bregða. Það hafi þó gengið að vinna töfina upp og nú eigi allar vélar að vera á réttum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert