Freigáta franska sjóhersins sýnd

Búnaður skipsins er mikill og tæknilega fullkominn eins og vera …
Búnaður skipsins er mikill og tæknilega fullkominn eins og vera ber. mbl.is/Golli

Það sætir iðulega tíðindum þegar herskip leggst hér að landi. Þegar hermenn í fínum búningum sjást spássera í miðbænum er algengt að áhugasamir bregði sér út á höfn til að skoða farkost þeirra.

Farkosturinn sem nú liggur í Reykjavíkurhöfn er franska freigátan Latouche-Tréville og er hún engin smásmíði, en um skipið er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Hún er 139 metrar á lengd, 15 metrar á breidd og ristir 5,5 metra. Einhverjir hafa eflaust séð freigátuna þar sem hún siglir í úfnu hafi í frönsku kvikmyndinni Océans frá 2010.

Almenningur getur skoðað skipið í dag, föstudag, sem og um helgina. Skoðunin tekur um klukkustund og er brýnt að skrá sig fyrirfram á vef Alliance Française, www.af.is, undir liðnum „menningarviðburðir“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert