Grunur um íkveikju í MS

Fjölmargir létu lögreglu vita þegar eldur kviknaði í nýbyggingu Menntaskólans …
Fjölmargir létu lögreglu vita þegar eldur kviknaði í nýbyggingu Menntaskólans við Sund í gærkvöldi enda steig þykkur reykur upp frá byggingunni. Ljósmynd Benjamín Hinriksson

Grunur er um að kveikt hafi verið í tjörupappa á þaki nýbyggingar Menntaskólans við Sund við Gnoðarvog um klukkan 23 í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

 Bíl­ar frá fjór­um stöðvum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins auk lögreglu voru send­ir á vett­vang. Mik­ill reyk­ur var á staðnum, en greiðlega gekk að slökkva og er ekki talið að tjónið sé verulegt.

Kviknaði í Menntaskólanum við Sund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert