Samningurinn samþykktur samhljóða

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kynnti samningsdrögin fyrir trúnaðarráði VR …
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kynnti samningsdrögin fyrir trúnaðarráði VR í dag. mbl.is/Golli

„Ég er bara svo þakklát og stolt að fá svona mikinn stuðning hjá öllu þessu frábæra fólki í trúnaðarráði og stjórn,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, en kjarasamningur VR við Samtök Atvinnulífsins var samþykktur einhljóða á fundi trúnaðarráðs VR í dag. Það þýðir að skrifað verður undir samning í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 

Í trúnaðarráði VR sitja auk stjórnar 82 fulltrúar, alls 100 fulltrúar. Formaður VR er jafnframt formaður trúnaðarráðs. Samkvæmt lögum VR skal trúnaðarráð vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins s.s. við gerð kjarasamninga og meiriháttar framkvæmda á vegum félagsins.

Í trúnaðarráðinu sitja auk stjórnar, stjórnir deilda sem verða til við sameiningu annarra verslunarmannafélaga af landsbyggðinni og 82 fulltrúar kosnir í allsherjaratkvæðagreiðslu til tveggja ára í senn.

„Næsta skref er að leggja þessa samninga í dóm félagsmanna okkar, þeir hafa alltaf lokaorðið,“segir Ólafía. „Núna koma nokkrir daga þar sem verið er að vinna kynningarefni þannig það er allavega vika þar til kosning hefst.“

Mikið lófatak heyrðist út úr fundasal VR í Húsi Verslunarinnar við miðbik fundarins. Aðspurð hvort að mikil ánægja ríki um samninginn svarar Ólafía því játandi. „Miðað við lófatakið er fólkið mjög ánægt.“

Kjarasamningsdrögin voru kynnt á fundi trúnaðarráðs VR í dag.
Kjarasamningsdrögin voru kynnt á fundi trúnaðarráðs VR í dag. mbl.is/Golli
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kynnti samningsdrögin fyrir trúnaðarráði VR …
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kynnti samningsdrögin fyrir trúnaðarráði VR í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert