„Það eru nú tveir dagar eftir“

Magnús var leystur út með gjöfum, blómum og lófataki í …
Magnús var leystur út með gjöfum, blómum og lófataki í dag.

„Það er einstaklega ánægjulegt að þessir samningar séu nú undirritaðir,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stuttu eftir undirritun kjarasamninga VR, Flóabandalagsins, SGS, LÍV og StéttVest í dag. Magnús lætur af störfum hjá embættinu á mánudaginn en hann hefur verið ríkissáttasemjari frá árinu 2008.

Síðasti virki dagur Magnúsar í embætti er í dag en hann segir að þrátt fyrir það sé nóg eftir. „Það eru nú tveir dagar eftir af mánuðinum þannig það er enn hægt að halda áfram að semja.“

Aðspurður hvort hann ætli að verja helginni í vinnunni segir Magnús að það geti vel verið. „Ef að aðstæður í öðrum deilum bjóða upp á það þá geri ég það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert