Um borð í frönsku freigátunni

Um helgina gefst almenningi kostur á að fara um borð í franska herskipið Latouche-Trévile sem lauk nýverið æfingum í kafbátahernaði á vegum Atlantshafsbandalagsins undan ströndum Noregs. 240 manns og þar af 30 konur eru í áhöfn sem ku afar spennt fyrir landi og þjóð. mbl.is kíkti um borð.

Á meðal vopna um borð eru tundurdufl, flugskeyti, flugskeyti með allt að 180 kílómetra drægni, fjórar vélbyssur, fjörutíu 20 mm byssur og ein 100 mm fallbyssa. Skipið var smíðað fyrir 25 árum síðan er sérstaklega útbúið fyrir leit að kafbátum. Það er 139 metrar á lengd, fimmtán metrar á breidd og er búið tveimur díselvélum sem báðar skila 5200 hestöflum. Með þeim ferðast skipið á 21 hnútum en þegar mikið liggur við eru tvær Rolls Royce gastúrbínur til viðbótar sem geta aukið hraða skipsins í 30 hnúta.

Skoðunin tekur um klukkustund og þarf að skrá sig fyrirfram á vef Alliance Française, www.af.is, undir liðnum menningarviðburðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert