20 milljónir úr sjó á dag

Ráðstefnan fór fram fyrir fullu húsi. Þar var meðal annars …
Ráðstefnan fór fram fyrir fullu húsi. Þar var meðal annars rætt um markaðssetningu og nýsköpun í sjávarútvegi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Tuttugu milljón matarskammtar eru veiddir úr sjó á degi hverjum og því er eftir miklu að slægjast ef hægt er að auka verðmæti sjávarafurða.

Þetta er meðal þess sem fram kom á í máli Kolbeins Árnasonar, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS, á aðalfundi samtakanna í gær. Þar var rætt um verðmætasköpun, markaðssetningu og tækifæri til nýsköpunar í sjávarútvegi.

„Þessi tala er sett fram til þess að setja þessi veiðitonn sem alltaf er talað um í annað samhengi,“ segir Kolbeinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert