Meira drukkið en minna reykt

Aukning á neyslu neftóbaks nam 8,1% fyrstu fjóra mánuði ársins, …
Aukning á neyslu neftóbaks nam 8,1% fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. mbl.is/Jim Smart

Meira er drukkið af áfengi en minna er reykt hér á landi í upphafi árs en í fyrra ef miðað er við sölustölur ÁTVR frá janúar til apríl samanborið við sama tímabil árið 2014.

Hefur heildarsala áfengis aukist um 2,9% milli ára. Af áfengisflokkunum sex sem sölutölur ná til er aukning í þeim öllum nema í ávaxtavíni. Sala á áfengi hefur aukist um 6% frá árinu 2013 ef einungis eru bornir saman fyrstu fjórir mánuðir ársins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sala á neftóbaki, sem ýmist er notað undir vörina eða í nefið, heldur áfram að vaxa og er 8,1% meiri en fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman, á sígarettum um 1,8% og vindlum um 3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert