Skagafjörður: Fyrirgefðu!

Birgitta Jónsdóttir bað Skagafjörð afsökunar.
Birgitta Jónsdóttir bað Skagafjörð afsökunar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, biður Skagfirðinga afsökunar í pistli á Facebook síðu sinni í dag á því að hafa gefið í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag. Rót málsins má rekja til þess þegar hún birti grein af fréttamiðlinum stundinni og bætti við ummælum um að Skagafjörður væri Sikiley Íslands.

Skagafjörður er Sikiley Íslands.

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, May 14, 2015

Í dag endurbirtir hún grein sem hún birti upphaflega þann 18. maí þar sem hún taldi sig hafa beðist forláts á orðum sínum. Eins og mbl.is greindi frá í morgun samþykkti byggðarráð Skagafjarðar hinsvegar ályktun á fundi sínum í gær þar sem þess var krafist að hún bæðist opinberlega afsökunar. 

Vilja að Birgitta biðjist afsökunar

„ Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði: "Kannski er þetta djúpt í árina tekið, kannski hef ég móðgað einhverja eða sært. Það var ekki ætlunin." En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjöður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3,“ skrifar Birgitta við færslu sína í dag.

Færslu Birgittu má lesa í heild sinni hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert