Sumarfrí gætu tafið þinglýsingu skjala enn frekar

Tafir á þinglýsingum hægja á fasteignamarkaði.
Tafir á þinglýsingum hægja á fasteignamarkaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls 8.568 skjöl biðu þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og er meirihlutinn vegna kaupsamninga með fasteignir.

Staflinn er tilkominn af því að þinglýsingar hafa legið niðri síðan í lok vinnudags 1. apríl vegna verkfalls félagsmanna BHM hjá embættinu.

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir skjölin sem ekki hafa verið þinglýst varða til dæmis lóðaleigu- og húsaleigusamninga og veðsetningu vegna bílakaupa og umboð ýmiss konar. Stærstur hluti sé þó vegna fasteigna; kaupsamingar, afsöl, veðskuldabréf og lánssamningar. Hann segir dagbók embættisins ekki sundurliðaða eftir tegund skjala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert