Austanáttin tæmir Jökulsárlón

Jökulsárlón var tómlegt í gær.
Jökulsárlón var tómlegt í gær. Mynd/Sigurður Bogi

Tómlegt var á Jökulsárlóni í gær, en ísjakarnir sem ferðamenn sjá að jafnaði við bílastæðið á austurenda lónsins voru allir farnir á braut. Hafði stíf austanátt í þrjá daga orsakað að jakana rak alla í vesturhluta lónsins og sáust þeir lítið sem ekkert frá hefðbundnum útsýnisstöðum. Á meðfylgjandi mynd má sjá að útsýnið var nokkuð annað en vant er á þessum slóðum.

Guðmundur Ögmundsson aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði, segir í samtali við mbl.is að þetta gerist reglulega þegar austanáttin sé stíf. Þannig hafi verið um og yfir 12 metrar á sekúndu síðustu þrjá daga að austan. Í dag hafi áttin svo lagast og ísjakarnir byrjað að sigla til austurs á ný. 

Eins og sjá má á vefmyndavél Mílu eru ísjakarnir byrjaðir …
Eins og sjá má á vefmyndavél Mílu eru ísjakarnir byrjaðir að koma í austurhluta lónsins á ný. Mynd/Skjáskot af mila.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert