„Þarna eru ófrískar konur og börn“

Áhöfninni var vel tekið við komuna til Reykjavíkur í dag.
Áhöfninni var vel tekið við komuna til Reykjavíkur í dag. Eggert Jóhannesson

Rannveig Hreinsdóttir er bryti á Tý. „Mér finnst bara alveg frábært að fá að vera hluti af þessu,“ sagði hún í samtali við mbl.is. „Það sem kemur kannski mest á óvart er að myndir segja ekkert, maður þarf að upplifa þetta og það er rosalegt.“

Varðskipið Týr lagði að bryggju í gær eftir sex mánaða landamæragæslu við Miðjarðarhaf. Stór hluti vinnunnar felst í því að bjarga flóttamönnum sem reyna að komast frá Afríku til Ítalíu. „Þetta eru bara hörmungar. Þarna eru ófrískar konur og lítil börn.“

Frétt mbl.is: Varðskiptið Týr komið heim

Hún ber áhöfninni vel söguna. „Áhöfnin er náttúrlega frábær og stendur gríðarlega vel saman. Við stöndum þétt saman og ég veit ekki hvað gerist en við verðum ein heild. Ég gef áhöfninni orku og svo þarf að baka brauð fyrir flóttafólkið. Ég var að taka þetta saman og ég held ég sé komin í 500 kíló af hveiti. Við gefum öllum brauð, vatn, börnin fá djús og orkudrykki, eins og við teljum þurfa. Við erum bara lítil áhöfn og fáum kannski 350 manns um borð.“

Rannveig sagði að hún sæi nú hvað lífið væri gott hér á landi. „Við sjáum hvað við höfum það gott á Íslandi þegar maður hefur verið þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert