Hækkuð gildi svifryks vegna þurramisturs

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill vekja athygli á því að nú mælast hækkuð gildi svifryks á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða ryk eða þurramistur sem berst af landinu til höfuðborgarinnar með austlægum áttum.

Klukkan 14.30 í dag var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 146 míkrógrömm á rúmmetra og 181 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöð sem staðsett er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, að því fram kemur í tilkynningu.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er búist við vætu í kringum miðnætti sem gæti dregið úr svifryki.  

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á og annarra mengandi efna á slóðinni www.reykjavik.is/loftgaedi. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert