Sandfok af Landeyjasandi lagðist yfir höfuðborgina og skerti loftgæði

Borgin fékk sandfok yfir sig í gær en hámarkinu var …
Borgin fékk sandfok yfir sig í gær en hámarkinu var náð um fjögur. mbl.is/Styrmir Kári

„Mjög líklega var þetta sandfok frá Landeyjasandi. Upp úr klukkan 11 lagðist rykið yfir og náði hámarki um 16 þegar svifrykið mældist um 350 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, jarð- og umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Eftir þurrkatíð undanfarið myndaðist þurramistur og minnti höfuðborgin meira á mengandi stórborg í suðri en tiltölulega hreina borg í norðri. Búist var í gærkvöld við rigningu sem ætti að draga úr svifryksmenguninni.

„Þetta var ekkert hættulegt heilsuhraustu fólki en ég hefði ekki ráðlagt neinum að hlaupa hálfmaraþon,“ segir Þorsteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka