Húsbíll varð alelda

Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Mikið var um sjúkraflutninga auk þess sem reykræsta þurfti í Funahöfða og húsbíll í Kórahverfi varð alelda.

Tvær tilkynningar um eld bárust slökkviliðinu um fimm leitið í nótt, önnur á Funahöfða og hin í Kórahverfi. Voru tvær stöðvar sendar í Funahöfða og ein í Kórahverfið. Á Funahöfða reyndist sökudólgurinn vera pottur á eldavél og þurfti aðeins að reykræsta en ástandið var öllu alvarlegra í Kórahverfinu þar sem fyrrnefndur húsbíll brann til kaldra kola.

Eldsupptök eru ókunn en enginn mun hafa hlotið líkamlegan skaða af. Tæknideild lögreglu fer með rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert