Þrír þátttakendur í geimferðum Bandaríkjamanna fyrir um 45 árum koma hingað til lands í næsta mánuði.
Í aðdraganda ferða sinna út í geiminn komu þeir hingað í æfingaskyni enda áttu aðstæður í Öskju og á tunglinu að vera svipaðar.
Í Öskju halda nú þeir Rusty Schweickart, Walter Cunningham og Harrison Schmitt, sem síðastur manna fór til tungslsins í desember árið 1972. Auk þremenninganna koma til landsins tveir synir Neils Armstrongs sem fyrstur manna sté fæti á tunglið í júlí 1969, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.