Byssuflutningurinn í leyfisleysi

Icelandair sótti ekki um leyfi fyrir vopnaflutningnum.
Icelandair sótti ekki um leyfi fyrir vopnaflutningnum.

Hvorki Icelandair né Landhelgisgæslan sóttu um leyfi til að flytja 250 hríðskotabyssur sem sendar voru til Noregs með farþegaflugvél í gær. Samkvæmt reglugerð um flutning hergagna með loftförum þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu en þangað var ekki sótt um neytt leyfi eða óskað eftir heimild. Þetta kemur fram í frétt RÚV, en Samgöngustofa ætlar í framhaldinu að óska skýringa hjá Icelandair á því að það var ekki gert.

RÚV hefur eftir Icelandair að þar á bæ hafi menn talið að slíkt leyfi lægi fyrir í ljósi þess hver væri flutningsaðilinn. Samkvæmt lögum um loftferðir er heimilt að sekta eða dæma menn til fangelsisvistar fyrir brot af þessu tagi og ef þau eru talin alvarleg má svipta flugrekanda starfsleyfi. Slíkt á þó væntanlega ekki við í þessu tilfelli, að sögn RÚV.

Uppfært kl 19:42:

Í kjölfar fréttarinnar sendi Landhelgisgæslan frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan taka eftirfarandi fram og óskar jafnframt leiðréttingar á fréttinni sem um ræðir.

Landhelgisgæslan fékk alþjóðlega flutningsfyrirtækið DHL til að annast sendinguna til Noregs.  Það er á ábyrgð flugrekanda að sjá til þess að leyfi fáist frá Samgöngustofu.  Þá skal einnig ítrekað að engin skotfæri voru send til Noregs.

MP5 hríðskotabyssurnar sem um er að ræða.
MP5 hríðskotabyssurnar sem um er að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert