Gamla apótekið flutt af grunninum

Húsinu Aðalstræti 4 á Akureyri, gamla apótekinu, var í morgun lyft af grunninum og flutt inn á Krókeyri, þar sem Iðnaðarsafnið er til húsa, og þar verður húsið geymt á meðan nýr kjallari verður steyptur á lóðinni. Að því loknu verður það flutt á sinn gamla stað.

Verkefnið gekk eins og í sögu. Aðeins tók fáeinar mínútur að lyfta húsinu af grunninum með stórum krana og koma því fyrir á flutningabíl.

Endurbygging hússins hófst fyrir nokkrum misserum. Húsið, sem stendur upp undir Spítalaveg, í brekkunni gegnt ísbúðinni Brynju, á sér merka sögu. Jóhann Pétur Thorarensen, sonur Odds Thorarensen Stefánssonar amtmanns, lét byggja húsið 1859 og sá Jón Chr. Stefánsson timburmeistari um verkið og þótti húsið á sínum tíma eitt það glæsilegasta í bænum.

Það er Minjavernd sem vinnur að endurbyggingu hússins.

Gamla apótekinu við Aðalstræti á Akureyri lyft af grunninum í …
Gamla apótekinu við Aðalstræti á Akureyri lyft af grunninum í morgun. mbl/Skapti Hallgrímsson
Ekið af stað með húsið áleiðis inn að Krókeyri. Túliníusarhús …
Ekið af stað með húsið áleiðis inn að Krókeyri. Túliníusarhús til vinstri og Hoepfnershús til hægri. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert