Sláttur er almennt að hefjast í Eyjafirði

Viðar Garðarsson bindur og pakkar sílgrænni töðu á Ytri-Tjörnum í …
Viðar Garðarsson bindur og pakkar sílgrænni töðu á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Teitur Nolsöe Baldursson vill gjarnan hjálpa til. mbl.is/Benjamín Baldursson

Sláttur er hafinn á allmörgum jörðum í Eyjafirði. Reiknað er með að sláttur hefjist almennt á Suðurlandi nú fyrir helgi.

Það togast á í mönnum að grösin eru ekki nægjanlega sprottin en jafnframt er slæmt að geta ekki nýtt þurrkinn.

Bændur á allmörgum jörðum í Eyjafjarðarsveit hafa verið að hefja slátt í þessari viku og í gær var unnið í heyskap á nokkrum bæjum. „Sprettan er ekki hröð, það er kalt á nóttunni. En þetta er samt að koma. Túnin eru falleg, grösin þétt og falleg,“ segir Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi og heyvinnuverktaki í Garði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert